Falla frá hugmyndum um leikskóla á Hagatorgi Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2021 15:00 Byggja á upp almenningsgarð á Hagatorgi í Vesturbænum. Stöð 2 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp færanlegum leikskóla á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Þess í stað verði byggður upp almenningsgarður á torginu. Þetta kemur fram í pósti frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, sem sendur var út í kjölfar fundar borgarráðs í dag. „Við samþykktum að þróa Hagatorg sem almenningsgarð og almenningsrými en falla frá hugmyndum um færanlegan leikskóla þar. Verkefnið mun taka á sig mynd í góð samráði og er umferðaröryggi og samspil við nærliggjandi skóla eitt af því sem skoðað verður með sérstaka áherslu á öruggar göngutengingar,“ segir borgarstjóri. Áður hafði komið fram að borgin liti meðal annars til Hagatorgs fyrir færanlegan leikskóla sem myndi rýma um sextíu börn. Í borgarráði í dag var samþykkt að setja þrjár staðsetningar undir nýja leikskóla í forgang: við Nauthólsveg 81, Vogabyggð 5 og Eggertsgötu 35. Er með þessu ætlað að mæta mikilli fjölgun barna í borginni, vistun yngri barna og minnkun á skutli milli borgarhluta. Hugmyndin um færanlegu leikskólana var hluti af vinnu starfshóps sem hafði yfirskriftina Brúum bilið á meðan við brúum bilið. Kom þar fram að stefnt yrði að því að koma fimm nýjum leikskólum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, sem verði færanlegir og víkjandi fyrir annarri starfsemi: í Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Barónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Hagatorgi. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01 Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, sem sendur var út í kjölfar fundar borgarráðs í dag. „Við samþykktum að þróa Hagatorg sem almenningsgarð og almenningsrými en falla frá hugmyndum um færanlegan leikskóla þar. Verkefnið mun taka á sig mynd í góð samráði og er umferðaröryggi og samspil við nærliggjandi skóla eitt af því sem skoðað verður með sérstaka áherslu á öruggar göngutengingar,“ segir borgarstjóri. Áður hafði komið fram að borgin liti meðal annars til Hagatorgs fyrir færanlegan leikskóla sem myndi rýma um sextíu börn. Í borgarráði í dag var samþykkt að setja þrjár staðsetningar undir nýja leikskóla í forgang: við Nauthólsveg 81, Vogabyggð 5 og Eggertsgötu 35. Er með þessu ætlað að mæta mikilli fjölgun barna í borginni, vistun yngri barna og minnkun á skutli milli borgarhluta. Hugmyndin um færanlegu leikskólana var hluti af vinnu starfshóps sem hafði yfirskriftina Brúum bilið á meðan við brúum bilið. Kom þar fram að stefnt yrði að því að koma fimm nýjum leikskólum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, sem verði færanlegir og víkjandi fyrir annarri starfsemi: í Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Barónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Hagatorgi.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01 Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01
Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19