Körfubolti

Embiid eða Jokic gæti fengið MVP-verðlaunin í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Stephen Curry, Joel Embiid og Nikola Jokic koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins.
Stephen Curry, Joel Embiid og Nikola Jokic koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins. nba.com

Stephen Curry á möguleika á að verða fyrir valinu sem verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum.

Curry er einn þriggja sem tilnefndir hafa verið sem sá verðmætasti (e. MVP) á leiktíðinni. Hinir hafa aldrei orðið fyrir valinu en það eru Joel Embiid úr Philadelphia 76ers og Nikola Jokic úr Denver Nuggets.

Curry er leikmaður Golden State Warriors rétt eins og þegar hann vann verðlaunin árin 2015 og 2016.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo hefur hlotið verðlaunin síðustu tvö ár en er ekki tilnefndur að þessu sinni.

Það eru íþróttafréttamenn um allan heim sem að standa að valinu en einnig var kosið um þjálfara ársins, nýliða ársins, og fleira. Tilkynnt verður um sigurvegara á meðan á úrslitakeppninni stendur en hún hefst á morgun.

Allar tilnefningar má sjá hér að neðan.

Verðmætasti leikmaðurinn:

  • Stephen Curry, Golden State Warriors
  • Joel Embiid, Philadelphia 76ers
  • Nikola Jokić, Denver Nuggets

Nýliði ársins:

  • LaMelo Ball, Charlotte Hornets
  • Anthony Edwards, Minnesota Timberwolves
  • Tyrese Haliburton, Sacramento Kings

Varnarmaður ársins:

  • Rudy Gobert, Utah Jazz
  • Draymond Green, Golden State Warriors
  • Ben Simmons, Philadelphia 76ers

Mestu framfarirnar:

  • Jerami Grant, Detroit Pistons
  • Michael Porter Jr., Denver Nuggets
  • Julius Randle, New York Knicks

Besti varamaðurinn:

  • Jordan Clarkson, Utah Jazz
  • Joe Ingles, Utah Jazz
  • Derrick Rose, New York Knicks

Þjálfari ársins:

  • Quin Snyder, Utah Jazz
  • Tom Thibodeau, New York Knicks
  • Monty Williams, Phoenix Suns
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×