Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 08:32 Tova Noel (fyrir miðju í gulri blússu) og Michael Thomas hafa verið ákærð fyrir að hafa falsað skýrslur um dauða Epsteins. Getty/Kena Betancur Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44