Ófullburða lífeyrisfrumvarp Ólafur Ísleifsson skrifar 24. maí 2021 09:01 Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur m.a. í sér tillögur um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lífeyrissjóðalögin, sem svo eru nefnd nr. 129/1997. Fjöldi umsagna liggur fyrir um frumvarpið og verður ekki annað sagt en það fái misjafnar móttökur. Ráðherra boðar stefnumótun. Skjóta fyrst og spyrja svo? Fjármálaráðherra hefur boðað gerð grænbókar, umræðuskjals sem lagt er fram í opnu samráði á netinu til að hvetja til umræðu um stöðu, viðfangsefni og framtíðarsýn málefnasviðsins ásamt áherslum og ólíkum leiðum. Að loknu samráði um grænbók er mótuð hvítbók þar sem fjallað er um niðurstöður samráðs. Hvítbók felur í sér drög að stefnu um tiltekið málefni, áskoranir, þróun og samhengi. Þegar hvítbók liggur fyrir gefst tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum áður en endanleg afstaða er mótuð af hálfu stjórnvalda. Úr því að fjármálaráðherra sér slíkt ferli fyrir sér hefði kannski verið ráð að bíða með fyrirliggjandi frumvarp og móta það með þeim aðferðum sem að ofan er lýst. Allt er á huldu um hver verða afdrif málsins á Alþingi en í ljósi harðrar gagnrýni í umsögnum væri réttast að í það yrði lögð meiri vinna áður en það verður lagt fram að nýju. Eiturlyfjafrumvarp heilbrigðisráðherra er sama marki brennt. Þar eru gerðar tillögur um afdrifaríkar lagabreytingar sem fyrirsjáanlega munu leiða til aukinnar neyslu, ekki síst meðal æskufólks, en um leið boðað að marka eigi stefnu í fíkni- og vímuefnamálum. Öfug röð sýnist vera lenskan á ríkisstjórnarheimilinu. Hluti frumvarpsins á sér rót í kjarasamningum Hluti frumvarpsins felur í sér stuðning af hálfu stjórnvalda gerð kjarasamninga. Í greinargerð er gerð grein fyrir kjarasamningum ASÍ og Samtökum atvinnulífsins árið 2011 þar sem aðilar settu sér það markmið að samræma og jafna réttindi á almennum og opinberum markaði auk annarra atriða. Sömuleiðis er fjallað um lífskjarasamningana, sem svo eru nefndir, frá 3. apríl 2019. Þar kemur fram að fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er einn liður í yfirlýstum stuðningi stjórnvalda við samninginn. Tillögur um róttækar breytingar á séreignasparnaði Frumvarpið geymir viðamiklar og flóknar tillögur séreignarsparnaði og væri efni í sérstaka grein til að fara yfir álitaefni og flækjur sem opnast verði frumvarpið að lögum. Lífeyrir verðtryggður árlega en ekki mánaðarlega Í félögum eldri borgara gætir mikillar áhyggu vegna tillögu ráðherra um að greiðslur úr lífeyrissjóðum taki ekki lengur mánaðarlegum breytingum eftir vísitölu neysluverðs, eins og verið hefur a.m.k. síðan 1997, heldur aðeins einu sinni á ári, miðað við 1. janúar ár hvert, og þá sé miðað við verðbólgu á næstliðnu ári. Þessu er harðlega mótmælt í mörgum umsögnum. Ég hvatti ráðherra til að draga þessa tillögu til baka þegar frumvarpið var fyrst rætt á Alþingi. Við það tækifæri gat ráðherra engu svarað hvert væri tilefni eða tilgangur þessarar breytingar. Fram kom hins vegar fram í máli ráðherra að hann telur þetta léttvægt og lítilvægt atriði þannig að honum ætti að veitast auðvelt að falla frá þessari tillögu sinni. Ekki sér fyrir endann verðbólgugusunni sem hófst upp fyrr á árinu. Stendur lífeyrisfólk algerlega óvarið gagnvart kjaraskerðingu af völdum verðbólgunnar og hún yrði óbætt í heilt ár. Þessi frumvarpsgrein skapar óvissu meðal lífeyrisfólks um fjárhag og framfærslu. Þeirri óvissu ætti að eyða tafarlaust. Vesældarlegur rökstuðningur Í frumvarpinu er vesældarleg skýring á þessu atriði þar sem segir að breytt framkvæmd geti dregið úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. ASÍ bendir á að einfalt væri að breyta verklagi hjá TR þannig að inn í áætlanir væri reiknuð spá um hóflega verðbólgu eða viðhafa uppgjör oftar en árlega. Loks má spyrja: Hvað á ráðherra yfirleitt með að skipta sér af þessu atriði, a.m.k. hjá lífeyrissjóðum á almennum markaði sem eru á forræði aðila vinnumarkaðarins og er í þeirra höndum að ákveða atriði af þessu tagi en ekki stjórnvalda. Viðmiðunaraldur réttindaávinnslu færður úr 16 í 18 ár ASÍ og fleiri sem skila umsögn um frumvarpið leggjast skilyrðislaust gegn því að skylda til aðildar að lífeyrissjóðum verði færð úr 16 ára aldri í 18 ár. Breytt aldursviðmið í frumvarpi er órökstutt, ekkert mat er lagt á áhrif breytingarinnar og er hún lögð til án nokkurs samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Í greinargerð er breytt aldursviðmið tengt samræmingu við aldursviðmið réttindaávinnslu í almannatryggingum. en í því felst ekki réttlæting á að skerða réttindi ungs fólks á vinnumarkaði. Lífeyrisréttindi mynduð snemma á starfsævinni eru hin verðmætustu í krafti ávöxtunar sem endurspeglast í aldurstengdri ávinnslu lífeyrisréttinda. Setji Alþingi lög sem eru á skjön við þá samninga telur ASÍ vegið að samningsrétti aðila á vinnumarkaði. Landssamtök lífeyrissjóða rökstyðja í umsögn að verði þessi breyting að lögum leiði hún af sér að þeir sem fara á vinnumarkað 16 ára gamlir eru allt að því án örorkutryggingar fyrstu fimm ár sín á vinnumarkaði. Lífeyrisréttindi sjómanna ASÍ mótmælir harðlega tillögu ráðherra um ótímabundið bráðabirgðaákvæði sem undanskilur gildandi kjarasamninga sem kveða á um 12% lágmarksiðgjald þar til samkomulag hefur náðst milli aðila og nýr kjarasamningur tekið gildi. Sjómenn á fiskiskipum eru eina stéttin sem enn hafa lausa kjarasamninga. Taka má undir með ASÍ sem telur ótækt að stéttin búi við lakari lífeyrisréttindi en meginþorri launafólks. ASÍ leggur því til að ákvæði þetta verði fellt úr frumvarpinu eða í öllu falli verði markað endalok þannig að undanþágan falli úr gildi innan tveggja ára. Þykir samráð við aðila vinnumarkaðar ekki lengur nauðsynlegt í lífeyrismálum? Í fjölmiðlum var haft eftir forseta Alþýðusambands Íslands, að sé ekki rétt sem haldið er fram í greinargerð að frumvarpið hafi verið unnið í samráði við ASÍ. Um langa hríð hafa lífeyrismálin verið á forræði aðila vinnumarkaðarins. Stjórnvöld hafa um langan aldur kosið að hafa náið samráð við aðila vinnumarkaðarins um breytingar á lögum sem lúta að lífeyrismálum. Þegar loksins tókst að ljúka því ætlunarverki að setja lög um málefni lífeyrissjóðanna var það ekki síst fyrir tilstuðlan og vinnu aðila vinnumarkaðarins og stefnumótunar á þeirra vegum sem sást síðan í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 129/1997. Ráðherra verður að tala skýrt um hvort breyting hafi orðið á þeirri stefnu stjórnvalda að hafa samráð við aðila vinnumarkaðar þegar kemur að lífeyrismálum. Skattlagning greiðslna úr lífeyrissjóðum Ástæða til þess að fagna áformum um grænbók þar sem fjallað verður um framtíðarmálefni á sviði lífeyrismála. Margar áleitnar spurningar sem vakna upp í því sambandi. Ráðherra nefndi í umræðu nokkur atriði. Ég ítreka það sem ég sagði við þá umræðu að líta þarf á skattlagningu lífeyrisgreiðslna sem nú eru skattlagðar eins og þær væru launatekjur þó svo að þær séu að verulegu leyti fjármagnstekjur vegna ávöxtunar iðgjalda í sjóðunum. Hið sama á við um skattlagningu séreignarsparnaðar sem er með sama hætti skattlagður eins og um launatekjur sé að ræða, þegar verulegur hluti þess fjár sem um ræðir er til kominn vegna ávöxtunar fjármuna í séreignarsjóði. Þegar ráðist verður í gerð grænbókar ætti að hafa í huga þessi mikilvægu atriði. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur m.a. í sér tillögur um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lífeyrissjóðalögin, sem svo eru nefnd nr. 129/1997. Fjöldi umsagna liggur fyrir um frumvarpið og verður ekki annað sagt en það fái misjafnar móttökur. Ráðherra boðar stefnumótun. Skjóta fyrst og spyrja svo? Fjármálaráðherra hefur boðað gerð grænbókar, umræðuskjals sem lagt er fram í opnu samráði á netinu til að hvetja til umræðu um stöðu, viðfangsefni og framtíðarsýn málefnasviðsins ásamt áherslum og ólíkum leiðum. Að loknu samráði um grænbók er mótuð hvítbók þar sem fjallað er um niðurstöður samráðs. Hvítbók felur í sér drög að stefnu um tiltekið málefni, áskoranir, þróun og samhengi. Þegar hvítbók liggur fyrir gefst tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum áður en endanleg afstaða er mótuð af hálfu stjórnvalda. Úr því að fjármálaráðherra sér slíkt ferli fyrir sér hefði kannski verið ráð að bíða með fyrirliggjandi frumvarp og móta það með þeim aðferðum sem að ofan er lýst. Allt er á huldu um hver verða afdrif málsins á Alþingi en í ljósi harðrar gagnrýni í umsögnum væri réttast að í það yrði lögð meiri vinna áður en það verður lagt fram að nýju. Eiturlyfjafrumvarp heilbrigðisráðherra er sama marki brennt. Þar eru gerðar tillögur um afdrifaríkar lagabreytingar sem fyrirsjáanlega munu leiða til aukinnar neyslu, ekki síst meðal æskufólks, en um leið boðað að marka eigi stefnu í fíkni- og vímuefnamálum. Öfug röð sýnist vera lenskan á ríkisstjórnarheimilinu. Hluti frumvarpsins á sér rót í kjarasamningum Hluti frumvarpsins felur í sér stuðning af hálfu stjórnvalda gerð kjarasamninga. Í greinargerð er gerð grein fyrir kjarasamningum ASÍ og Samtökum atvinnulífsins árið 2011 þar sem aðilar settu sér það markmið að samræma og jafna réttindi á almennum og opinberum markaði auk annarra atriða. Sömuleiðis er fjallað um lífskjarasamningana, sem svo eru nefndir, frá 3. apríl 2019. Þar kemur fram að fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er einn liður í yfirlýstum stuðningi stjórnvalda við samninginn. Tillögur um róttækar breytingar á séreignasparnaði Frumvarpið geymir viðamiklar og flóknar tillögur séreignarsparnaði og væri efni í sérstaka grein til að fara yfir álitaefni og flækjur sem opnast verði frumvarpið að lögum. Lífeyrir verðtryggður árlega en ekki mánaðarlega Í félögum eldri borgara gætir mikillar áhyggu vegna tillögu ráðherra um að greiðslur úr lífeyrissjóðum taki ekki lengur mánaðarlegum breytingum eftir vísitölu neysluverðs, eins og verið hefur a.m.k. síðan 1997, heldur aðeins einu sinni á ári, miðað við 1. janúar ár hvert, og þá sé miðað við verðbólgu á næstliðnu ári. Þessu er harðlega mótmælt í mörgum umsögnum. Ég hvatti ráðherra til að draga þessa tillögu til baka þegar frumvarpið var fyrst rætt á Alþingi. Við það tækifæri gat ráðherra engu svarað hvert væri tilefni eða tilgangur þessarar breytingar. Fram kom hins vegar fram í máli ráðherra að hann telur þetta léttvægt og lítilvægt atriði þannig að honum ætti að veitast auðvelt að falla frá þessari tillögu sinni. Ekki sér fyrir endann verðbólgugusunni sem hófst upp fyrr á árinu. Stendur lífeyrisfólk algerlega óvarið gagnvart kjaraskerðingu af völdum verðbólgunnar og hún yrði óbætt í heilt ár. Þessi frumvarpsgrein skapar óvissu meðal lífeyrisfólks um fjárhag og framfærslu. Þeirri óvissu ætti að eyða tafarlaust. Vesældarlegur rökstuðningur Í frumvarpinu er vesældarleg skýring á þessu atriði þar sem segir að breytt framkvæmd geti dregið úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. ASÍ bendir á að einfalt væri að breyta verklagi hjá TR þannig að inn í áætlanir væri reiknuð spá um hóflega verðbólgu eða viðhafa uppgjör oftar en árlega. Loks má spyrja: Hvað á ráðherra yfirleitt með að skipta sér af þessu atriði, a.m.k. hjá lífeyrissjóðum á almennum markaði sem eru á forræði aðila vinnumarkaðarins og er í þeirra höndum að ákveða atriði af þessu tagi en ekki stjórnvalda. Viðmiðunaraldur réttindaávinnslu færður úr 16 í 18 ár ASÍ og fleiri sem skila umsögn um frumvarpið leggjast skilyrðislaust gegn því að skylda til aðildar að lífeyrissjóðum verði færð úr 16 ára aldri í 18 ár. Breytt aldursviðmið í frumvarpi er órökstutt, ekkert mat er lagt á áhrif breytingarinnar og er hún lögð til án nokkurs samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Í greinargerð er breytt aldursviðmið tengt samræmingu við aldursviðmið réttindaávinnslu í almannatryggingum. en í því felst ekki réttlæting á að skerða réttindi ungs fólks á vinnumarkaði. Lífeyrisréttindi mynduð snemma á starfsævinni eru hin verðmætustu í krafti ávöxtunar sem endurspeglast í aldurstengdri ávinnslu lífeyrisréttinda. Setji Alþingi lög sem eru á skjön við þá samninga telur ASÍ vegið að samningsrétti aðila á vinnumarkaði. Landssamtök lífeyrissjóða rökstyðja í umsögn að verði þessi breyting að lögum leiði hún af sér að þeir sem fara á vinnumarkað 16 ára gamlir eru allt að því án örorkutryggingar fyrstu fimm ár sín á vinnumarkaði. Lífeyrisréttindi sjómanna ASÍ mótmælir harðlega tillögu ráðherra um ótímabundið bráðabirgðaákvæði sem undanskilur gildandi kjarasamninga sem kveða á um 12% lágmarksiðgjald þar til samkomulag hefur náðst milli aðila og nýr kjarasamningur tekið gildi. Sjómenn á fiskiskipum eru eina stéttin sem enn hafa lausa kjarasamninga. Taka má undir með ASÍ sem telur ótækt að stéttin búi við lakari lífeyrisréttindi en meginþorri launafólks. ASÍ leggur því til að ákvæði þetta verði fellt úr frumvarpinu eða í öllu falli verði markað endalok þannig að undanþágan falli úr gildi innan tveggja ára. Þykir samráð við aðila vinnumarkaðar ekki lengur nauðsynlegt í lífeyrismálum? Í fjölmiðlum var haft eftir forseta Alþýðusambands Íslands, að sé ekki rétt sem haldið er fram í greinargerð að frumvarpið hafi verið unnið í samráði við ASÍ. Um langa hríð hafa lífeyrismálin verið á forræði aðila vinnumarkaðarins. Stjórnvöld hafa um langan aldur kosið að hafa náið samráð við aðila vinnumarkaðarins um breytingar á lögum sem lúta að lífeyrismálum. Þegar loksins tókst að ljúka því ætlunarverki að setja lög um málefni lífeyrissjóðanna var það ekki síst fyrir tilstuðlan og vinnu aðila vinnumarkaðarins og stefnumótunar á þeirra vegum sem sást síðan í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 129/1997. Ráðherra verður að tala skýrt um hvort breyting hafi orðið á þeirri stefnu stjórnvalda að hafa samráð við aðila vinnumarkaðar þegar kemur að lífeyrismálum. Skattlagning greiðslna úr lífeyrissjóðum Ástæða til þess að fagna áformum um grænbók þar sem fjallað verður um framtíðarmálefni á sviði lífeyrismála. Margar áleitnar spurningar sem vakna upp í því sambandi. Ráðherra nefndi í umræðu nokkur atriði. Ég ítreka það sem ég sagði við þá umræðu að líta þarf á skattlagningu lífeyrisgreiðslna sem nú eru skattlagðar eins og þær væru launatekjur þó svo að þær séu að verulegu leyti fjármagnstekjur vegna ávöxtunar iðgjalda í sjóðunum. Hið sama á við um skattlagningu séreignarsparnaðar sem er með sama hætti skattlagður eins og um launatekjur sé að ræða, þegar verulegur hluti þess fjár sem um ræðir er til kominn vegna ávöxtunar fjármuna í séreignarsjóði. Þegar ráðist verður í gerð grænbókar ætti að hafa í huga þessi mikilvægu atriði. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun