Úrslitakeppni NBA: Suns lögðu meistara Lakers, Grizzlies vann óvæntan sigur á Utah og þríeykið hjá Nets fer vel af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:00 Úr leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í nótt. Christian Petersen/Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer svo sannarlega af stað með látum en alls fóru sex leikir fram í nótt og enginn þeirra olli vonbrigðum. Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira