Marvel birti fyrstu stikluna um nýjan hóp ofurhetja Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 11:18 Hér má sjá hetjur Eternals samankomnar. Marvel Marvel birti í gær fyrstu stiklu Eternals, nýjustu myndarinnar í söguheimi fyrirtækisins. Myndin, sem Chloe Zhao leikstýrði, státar af leikurum eins og Angelinu Jolie, Kumail Njiani, Richard Madden, Sölmu Hayek, Kit Harrington og mörgum öðrum. Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára. Í stiklunni er lítið af upplýsingum um söguþráð myndarinnar að öðru leyti en að Eternals telji tíma kominn til að stíga fram úr skugganum, í kjölfar þess að Tony Stark sé dáinn og Steve Rogers sé dáinn eða bara eldgamall. Þar má sjá Sölmu Hayek sem Ajak, leiðtoga Eternals, Liu McHugh sem Sprite, Richard Madden sem Ikaris, Brian Tyree Henry sem Phastos, Ma Dong-seok sem Gilgamesh, Angelinu Jolie sem Thenu, Gemmu Chan sem Sersi, Barry Keogan sem Druig og Kumail Najiani sem Kingo. Einnig bregður Kit Harrington fyrir í stiklunni en hann leikur Dane Whitman, sem er einnig þekktur sem ofurhetjan Black Knight. Stikluna má sjá hér að neðan en til stendur að frumsýna myndina í kvikmyndahúsum í nóvember. Auk Eternals ætlar Marvel að sýna Black Widow, Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings og Spider-Man: No Way Home á þessu ári. Þessar myndir eiga að leggja línunar fyrir svokallaðan fjórða fasta söguheims Marvel. Þar að auki hefst sýning sjónvarpsþátta um Loka í næsta mánuði. Hverjir eru Eternals? Jú, takk fyrir það Samúel. Mjög góð spurning. Í stuttu máli sagt, þá eru Eternals kraftmiklar verur sem hafa búið í sólkerfi okkar í milljónir ára. Flest þeirra líta út eins og menn en þau lifa gífurlega lengi og hafa marga ofurkrafta. Það eru Eternals allavega í teiknimyndasögunum. Hópurinn hefur þó ekki notið neinna gífurlegra vinsælda í teiknimyndasögum Marvel þrátt fyrir um fjörutíu ára sögu. Eternals voru í raun búnar til af öðrum verum sem kallast Celestials og úr tilraunum þeirra á frumstæðum mönnum. Þessar verur beittu infinity steinunum í gamla daga og Ego, plánetan sem er líka pabbi Peter Quill (Star-Lord) var einn þeirra. Frá örófi alda hafa Eternals slegist við frændur sína, sem bera heitið Deviants. Þeir eru í grunninn eiginlega alveg eins og Eternals, bara vondir. Thanos er til að mynda einn þeirra (í teiknimyndasögunum. Það er óljóst hvort hann sé það í kvikmyndaheiminum og gæti það verið útskýrt í Eternals). Í teiknimyndasögunum hafa Eternals margskonar krafta en flestir sérhæfa sig að einhverju leyti. Allir eru mjög sterkir og nánast ódauðlegir. Þá geta þeir haft áhrif á alheimsorku einhverja og í stiklunni má til dæmis sjá þá orku í formi gullstrengja sem Eternals geta notað til að smíða vopn og annað. Hver er Dane Whitman? Dane Whitman er áhugaverð persóna úr söguheimi Marvel og hefur hann verið meðlimur Avengers í gegnum tíðina. Hann tilheyrir fornri ætt stríðsmanna sem hafa borið vopnið Ebony Blade. Það svarta sverð færir mönnum ákveðna krafta í gegnum bölvun. Þeir hafa einnig getað flogið um á fljúgandi hestum. Disney Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára. Í stiklunni er lítið af upplýsingum um söguþráð myndarinnar að öðru leyti en að Eternals telji tíma kominn til að stíga fram úr skugganum, í kjölfar þess að Tony Stark sé dáinn og Steve Rogers sé dáinn eða bara eldgamall. Þar má sjá Sölmu Hayek sem Ajak, leiðtoga Eternals, Liu McHugh sem Sprite, Richard Madden sem Ikaris, Brian Tyree Henry sem Phastos, Ma Dong-seok sem Gilgamesh, Angelinu Jolie sem Thenu, Gemmu Chan sem Sersi, Barry Keogan sem Druig og Kumail Najiani sem Kingo. Einnig bregður Kit Harrington fyrir í stiklunni en hann leikur Dane Whitman, sem er einnig þekktur sem ofurhetjan Black Knight. Stikluna má sjá hér að neðan en til stendur að frumsýna myndina í kvikmyndahúsum í nóvember. Auk Eternals ætlar Marvel að sýna Black Widow, Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings og Spider-Man: No Way Home á þessu ári. Þessar myndir eiga að leggja línunar fyrir svokallaðan fjórða fasta söguheims Marvel. Þar að auki hefst sýning sjónvarpsþátta um Loka í næsta mánuði. Hverjir eru Eternals? Jú, takk fyrir það Samúel. Mjög góð spurning. Í stuttu máli sagt, þá eru Eternals kraftmiklar verur sem hafa búið í sólkerfi okkar í milljónir ára. Flest þeirra líta út eins og menn en þau lifa gífurlega lengi og hafa marga ofurkrafta. Það eru Eternals allavega í teiknimyndasögunum. Hópurinn hefur þó ekki notið neinna gífurlegra vinsælda í teiknimyndasögum Marvel þrátt fyrir um fjörutíu ára sögu. Eternals voru í raun búnar til af öðrum verum sem kallast Celestials og úr tilraunum þeirra á frumstæðum mönnum. Þessar verur beittu infinity steinunum í gamla daga og Ego, plánetan sem er líka pabbi Peter Quill (Star-Lord) var einn þeirra. Frá örófi alda hafa Eternals slegist við frændur sína, sem bera heitið Deviants. Þeir eru í grunninn eiginlega alveg eins og Eternals, bara vondir. Thanos er til að mynda einn þeirra (í teiknimyndasögunum. Það er óljóst hvort hann sé það í kvikmyndaheiminum og gæti það verið útskýrt í Eternals). Í teiknimyndasögunum hafa Eternals margskonar krafta en flestir sérhæfa sig að einhverju leyti. Allir eru mjög sterkir og nánast ódauðlegir. Þá geta þeir haft áhrif á alheimsorku einhverja og í stiklunni má til dæmis sjá þá orku í formi gullstrengja sem Eternals geta notað til að smíða vopn og annað. Hver er Dane Whitman? Dane Whitman er áhugaverð persóna úr söguheimi Marvel og hefur hann verið meðlimur Avengers í gegnum tíðina. Hann tilheyrir fornri ætt stríðsmanna sem hafa borið vopnið Ebony Blade. Það svarta sverð færir mönnum ákveðna krafta í gegnum bölvun. Þeir hafa einnig getað flogið um á fljúgandi hestum.
Disney Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp