Skýra hvenær bera þarf grímu og hvenær ekki Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 21:52 Verulega var slakað á grímuskyldu þegar ný reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út frekari leiðbeiningar til að taka af tvímæli um hvernig grímuskyldu er háttað eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum í dag. Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18
Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01