Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 15:38 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og nýjasta viðbótin í flotann. Samsett Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“ Lögreglan Bílar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“
Lögreglan Bílar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent