NATO æfir sig fyrir mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 14:07 Þessi mynd var tekin af dekki flugmóðurskipsins HMS Queen Elizabeth undan ströndum Portúgals. Áhöfn skipsins tekur þátt í Steadfast Defender 21. AP/Ana Brigida Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi. Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi.
NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira