Sjáðu upphitunarmyndband fyrir oddaleikjakvöldið mikla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2021 15:16 KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson hefur meiri reynslu af stórum leikjum í úrslitakeppninni en flestir. vísir/bára Dagurinn í dag, 28. maí, er eins og aðfangadagur fyrir körfuboltaáhugafólk enda eru tveir oddaleikir á dagskrá. Eftir kvöldið verður ljóst hvaða fjögur lið komast í undanúrslit Domino's deildar karla. Klukkan 18:15 hefst leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabænum og klukkan 20:15 er komið að leik Vals og KR á Hlíðarenda. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga hefst klukkan 17:45 og stendur langt fram á kvöld. Til að koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið er tilvalið að horfa á upphitunarmynd sem Egill Birgisson gerði fyrir oddaleikina tvo. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarmyndband fyrir oddaleikina Einvígin eru ólík að því leyti að hjá Stjörnunni og Grindavík hafa allir leikirnir unnist á heimavelli á leikir Vals og KR hafa bara unnist á útivelli. Rimma Vals og KR hefur vakið sérstaklega mikla athygli enda eru tengslin milli liðanna mikil og grunnt á því góða milli þeirra. Stjarnan og Grindavík hafa einnig marga hildina háð í gegnum tíðina. Þau mættust meðal annars í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2012 og 2013 og í bikarúrslitum 2013 og 2020. Upp úr sauð í stúkunni í fjórða leiknum í Grindavík á miðvikudaginn þar sem menn létu hnefana tala. Keflavík og Þór Þ. eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem hefjast á mánudaginn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Klukkan 18:15 hefst leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabænum og klukkan 20:15 er komið að leik Vals og KR á Hlíðarenda. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga hefst klukkan 17:45 og stendur langt fram á kvöld. Til að koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið er tilvalið að horfa á upphitunarmynd sem Egill Birgisson gerði fyrir oddaleikina tvo. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarmyndband fyrir oddaleikina Einvígin eru ólík að því leyti að hjá Stjörnunni og Grindavík hafa allir leikirnir unnist á heimavelli á leikir Vals og KR hafa bara unnist á útivelli. Rimma Vals og KR hefur vakið sérstaklega mikla athygli enda eru tengslin milli liðanna mikil og grunnt á því góða milli þeirra. Stjarnan og Grindavík hafa einnig marga hildina háð í gegnum tíðina. Þau mættust meðal annars í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2012 og 2013 og í bikarúrslitum 2013 og 2020. Upp úr sauð í stúkunni í fjórða leiknum í Grindavík á miðvikudaginn þar sem menn létu hnefana tala. Keflavík og Þór Þ. eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem hefjast á mánudaginn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira