Sigurjón þarf að greiða fimmtíu milljónir vegna láns til Björgólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2021 14:46 Sigurjón Þorvaldur Árnason var sýknaður í héraði en dæmdur í Landsrétti til að greiða 50 milljónir króna í skaðabætur. stöð 2/getty Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur til að greiða slitastjórn bankans fimmtíu milljónir króna í skaðabætur. Með vöxtum og dráttarvöxtum nemur upphæðin vel á annað hundrað milljón króna. Tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur bankans voru sýknaðir í málinu sem og bresk tryggingafélög sem ábyrgðust há lán bankans í ársbyrjun 2008. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Slitastjórnin krafðist þess að bankastjórarnir, Sigurjón og Halldór Jón Kristjánsson, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, greiddu þeim á ellefta milljarð króna í skaðabætur. Fjárfestingafélag Björgólfs Forsagan er sú að Landsbankinn veitti Fjárfestingafélaginu Gretti, í eigu Björgólfs Guðmundssonar, þáverandi formanns bankaráðs Landsbankans, lán í janúar 2008. Lánið féll í gjalddaga í júní 2008 án þess að það væri innheimt eða aðrar ráðstafanir gerðar til að halda ábyrgðinni við. Krafan á hendur bresku tryggingafélögunum QBE og QBE C byggðist á ábyrgðartryggingar fyrir stjórnendur og starfsmenn sem félögin sömdu um við Landsbankann. Allir stjórnendurnir voru sýknaðir í héraði en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón hefði sýnt af sér vanrækslu og þannig valdið slitastjórninni tjóni með því að bankaábyrgðin var ekki innheimt. Var fallist á að Sigurjón bæri skaðabótaábyrgð sem var metin fimmtíu milljónir króna. Halldór var sýknaður þar sem ekkert lá fyrir um að hann hefði komið að meðferð lánamáls fjárfestingafélagsins á umræddum tíma. Sigríður Elín var einnig sýknuð þar sem sök hennar þótti ekki slík að sanngjarnt gæti talist að hún bæri skaðabótaábyrgð samkvæmt bókstaf skaðabótalaga. „Ekki óveruleg“ vanræksla á upplýsingaskyldu Þá taldi Landsréttur varðandi vátryggingar bresku tryggingafélaganna að félögin hefðu fært nægar sannanir fyrir því að bankinn hefði veitt ófullnægjandi eða rangar upplýsingar í umsókn um tryggingarvernd fyrir stjórnendur sína um atvik sem bankinn vissi eða mátti vita að hefðu verulega þýðingu fyrir mat tryggingafélaganna. Vanræksla bankans á upplýsingaskyldu sinni þótti „ekki óveruleg“ eins og segir í niðurstöðu Landsréttar. Þá þótti ljóst að Sigurjón hefði notið umsaminnar tryggingarverndar sem fólst í lækkun dómkrafna vegna samkomulags slitastjórnarinnar við aðra vátryggjendur, en ekki væri sanngjarnt að honum yrði gert að greiða allar eftirstöðvar skaðabótakröfu félagsins upp á milljarða króna. Með hliðsjón af því að hann hefði ekki verið sakaður um að hafa gert umrædd mistök af ásetningi eða gáleysi, sem og af hagsmunum hans andspænis hagsmunum slitastjórnar, þótti rétt að lækka fjárhæð skaðabótakröfunnar umtalsvert á grundvelli skaðabótalaga. Var ákveðið að hann þyrfti að greiða slitastjórninni fimmtíu milljónir króna með vöxtum frá 2008 og dráttarvöxtum frá árinu 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur bankans voru sýknaðir í málinu sem og bresk tryggingafélög sem ábyrgðust há lán bankans í ársbyrjun 2008. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Slitastjórnin krafðist þess að bankastjórarnir, Sigurjón og Halldór Jón Kristjánsson, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, greiddu þeim á ellefta milljarð króna í skaðabætur. Fjárfestingafélag Björgólfs Forsagan er sú að Landsbankinn veitti Fjárfestingafélaginu Gretti, í eigu Björgólfs Guðmundssonar, þáverandi formanns bankaráðs Landsbankans, lán í janúar 2008. Lánið féll í gjalddaga í júní 2008 án þess að það væri innheimt eða aðrar ráðstafanir gerðar til að halda ábyrgðinni við. Krafan á hendur bresku tryggingafélögunum QBE og QBE C byggðist á ábyrgðartryggingar fyrir stjórnendur og starfsmenn sem félögin sömdu um við Landsbankann. Allir stjórnendurnir voru sýknaðir í héraði en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón hefði sýnt af sér vanrækslu og þannig valdið slitastjórninni tjóni með því að bankaábyrgðin var ekki innheimt. Var fallist á að Sigurjón bæri skaðabótaábyrgð sem var metin fimmtíu milljónir króna. Halldór var sýknaður þar sem ekkert lá fyrir um að hann hefði komið að meðferð lánamáls fjárfestingafélagsins á umræddum tíma. Sigríður Elín var einnig sýknuð þar sem sök hennar þótti ekki slík að sanngjarnt gæti talist að hún bæri skaðabótaábyrgð samkvæmt bókstaf skaðabótalaga. „Ekki óveruleg“ vanræksla á upplýsingaskyldu Þá taldi Landsréttur varðandi vátryggingar bresku tryggingafélaganna að félögin hefðu fært nægar sannanir fyrir því að bankinn hefði veitt ófullnægjandi eða rangar upplýsingar í umsókn um tryggingarvernd fyrir stjórnendur sína um atvik sem bankinn vissi eða mátti vita að hefðu verulega þýðingu fyrir mat tryggingafélaganna. Vanræksla bankans á upplýsingaskyldu sinni þótti „ekki óveruleg“ eins og segir í niðurstöðu Landsréttar. Þá þótti ljóst að Sigurjón hefði notið umsaminnar tryggingarverndar sem fólst í lækkun dómkrafna vegna samkomulags slitastjórnarinnar við aðra vátryggjendur, en ekki væri sanngjarnt að honum yrði gert að greiða allar eftirstöðvar skaðabótakröfu félagsins upp á milljarða króna. Með hliðsjón af því að hann hefði ekki verið sakaður um að hafa gert umrædd mistök af ásetningi eða gáleysi, sem og af hagsmunum hans andspænis hagsmunum slitastjórnar, þótti rétt að lækka fjárhæð skaðabótakröfunnar umtalsvert á grundvelli skaðabótalaga. Var ákveðið að hann þyrfti að greiða slitastjórninni fimmtíu milljónir króna með vöxtum frá 2008 og dráttarvöxtum frá árinu 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira