Það mun rigna talsvert syðst á landinu í dag en áfram er hætta á gróðureldum í þurrkinum á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Búast má við suðaustan 10-18 metrum á sekúndu og rigningu vestanlands í dag en talvert hvassara verður á Snæfellsnesi. Hægari vindar og lítilsháttar væta öðru hvoru í öðrum landshlutum.
Sunnan- og suðaustan 8-15 metrar á sekúndu á landinu í dag en lægir vestantil þegar líður á daginn.
Enn er hættustig vegna gróðurelda í gildi á Veturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er enn í gildi á Norðurlandi eystra. Fólk er hvatt til að hafa varann á þegar það meðhöndlar opinn eld á svæðinu.