Vildum ekki leika við matinn okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 10:16 Giannis fór illa með Jimmy Butler og félaga í nótt. Michael Reaves/Getty Images Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00