Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 18:30 Vinnumálastofnun hefur svipt þrjúhundruð og fimmtíu atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án tilhlýðilegra skýringa. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki vinnu. Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00