Aðstoðarmaður og utanríkisráðherra á rápi; ringluð og villt í afdölum Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. maí 2021 22:17 Nýlega skrifaði frambjóðandi til prófkjörs hjá D, ung og fönguleg kona, að sjá, sem jafnframt er aðstoðarmaður utanríkisráðherra, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Aðild að Evrópusambandinu fer gegn hagsmunum Íslands“. Í texta bætir frambjóðandinn ungi svo um betur og segir hugmyndina um, að Ísland gangi í Evrópusambandið sé „arfavitlausa“. Er þetta svipaður málflutningur og utanríkisráðhherra hefur verið með á Alþingi, illu heilli, og er ekki vel vitað, hvort þeirra er upphafsmaður að þessum glórulitla málflutningi. Þegar til þess er litið, að flest önnur smáríki Vestur Evrópu telja sig bezt komin innan vébanda ESB, og það er ljóst, að staða sumra þeirra er sambærileg við okkar stöðu, þá verður þessi málflutningur skötuhjúanna enn torskildari. Ég er hér með Eistland, Lettland, Litháen, Írland, Lúxemborg, Slóveníu, Möltu og Kýpur í huga. Einning má minna á, að hugur þegna Skotlands, Norður Írlands og Wales virðist standa afgerandi til ESB-aðildar. Sennilega vantar þá eitthvað af vitsmunum í það fólk, sem þessar 11 evrópsku smáþjóðir leiðir; vantar góða ráðgjöf og handleiðslu frá D á Íslandi. Og hver eru svo rök þessa ágæta fólks, þessarar stóryrtu ungu konu og hins galvaska utanríkisráðherra, fyrir því, að það væri arfavitlaust að ganga í ESB? „Með því að standa utan við Evrópusambandið höldum við okkar sjálfstæðu viðskiptastefnu og höfum fullt forræði á viðskiptasamningum við önnur ríki“, segir hún og reyndar þau bæði. Aðstoðarmaðurinn skýrir síðan frá því, að Ísland hafi nú fríverzlunarsamninga við 74 ríki, og, að frekari samningar við m.a. Indónesíu, Ekvador, Gvatemala, Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ bíði gildistöku. Sahara mun ekki vera með. En, hver er raunveruleikinn í þessum málum? 90-95% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við Evrópu og Bandaríkin, enda er íslenzkur varningur og þjónusta í háum kostnaðar- og gæðaflokki, sem einvörðungu efnaðir neytendur í efnahagslega sterkum mörkuðum, hafa efni á. Þau lönd, sem frambjóðandinn gleðst yfir, að Ísland hafi náð fríverzlunarsamningi við, hafa enga burði til að kaupa íslenzkan varning. Ætla má, að allir þessir miklu og víðtæku viðskipta-samningar, séu að mestu gagnslausir og hrein tíma- og kraftasóun. Með fullri inngöngu í ESB hefði, hins vegar, fengizt fríverzlun við Kanada, Suður Kóreu og Japan, samtals 220 milljónir efnaðra neytenda, sem ESB hefur fríverzlunarsamning við og henta fyrir íslenzkan hágæðavarning og -þjónustu. Næst kemur prófkjörs-frambjóðandinn liðtæki að því, að sjávarútvegsstefna ESB sé „...stefna sem fyrir löngu hefur sannað gagnsleysi sitt og skaðsemi“. Skýringar ber konan unga engar fram. Stundum er slíkt kallað sleggjudómar. Aftur tekur ungur frambjóðandi því mikið upp í sig. Malta var í sambærilegri stöðu og við Íslendingar, þegar landið gekk í ESB. Lifði mest á fiskveiðum og ferðamennsku. Líka fámennt eyríki, sem hafði ráðið fyrir og nýtt sín fiskimið í langa tíð. Út á þá sögulegu staðreynd, fékk Malta að halda fullum yfirráðum yfir sínum miðum við inngöngu, og fengu önnur ESB- aðildarríki þar engan aðgang. Allar líkur benda til, að við Íslendingar fengjum sams konar samning - full yfirráð yfir okkar landhelgi og fiskimiðum - við ESB-inngöngu. Svo kemur margt í belg og biðu hjá aðstoðarmanninum. Stefna ESB í dreifbýlisþróun, skattamálum, gjaldmiðilssamstarfi, byggðastefnu, réttarvörslu, dóms- og innanríkismálum, tollabandalagi, utanríkistengslum, öryggis- og varnarmálum, fjárhagslegu eftirliti, framlagsmálum og stofnunum, en allt á þetta að vera kolómögulegt. Fyrr má nú rota en dauðrota hvarlaði að undirrituðum við lestur þessarar lönguvitleysu, sem ég leyfi mér svo að kalla, enda efast ég um, að aðstoðarmaðurinn sjálfur hafi vitað vel, hvað hann var að romsa upp úr sér og setja á blað. Ef ESB myndi koma að dreifbýlis- og byggðamálum hér, væri það þá helzt í formi fjármagnsframlags eða styrkja, sem vart væri hægt að kvarta yfir. Skattamál eru innanríkismál aðildarríkja. Hvert aðildarríki ræður sjálft, hvort það tekur þátt í gjaldmiðilssamstarfi. Svíar gera það t.a.m. ekki. Varðandi réttarvörzlu og dómsmál, þá erum við nú þegar nátengd ESB, eins og dæmin (Landsréttarmálið) sanna, varðandi innanríkismál, þá erum við nú þegar í Schengen, þar sem við opnum landamærin fyrir öllum hinum ESB- og Schengen-ríkjunum (og þau fyrir okkur), um tollabandalög og utanríkistengsl gæti ESB aðeins gagnast okkur og um öryggis- og varnarmál, erum við auðvitað öll, Ísland og ESB-ríkin flest, í sama báti; NATO. Þá er rétt að líta á þá fullyrðingu hjúanna, að Ísland hafi aðeins tekið upp 13,4% af regluverki ESB: Fjölmargar reglugerðir ESB ná alls ekki til Íslands, þannig, að, ef heildarfjöldi reglugerða er, annars vegar, talinn og svo, hins vegar, einfaldlega fjöldi þeirra reglugerða, sem Ísland hefur innleitt, kann að koma út lág prósentutala. Þetta er þó ekki það, sem gildir, heldur áhrif og vægi þeirra gerða og reglugerða, sem Ísland hefur tekið upp. Norðmenn eru með svipaðan ESS-samning og við. Á 20-ára afmæli norska EES-samningsins lét ríkistjórn landsins gera úttekt á samningnum og áhrifum hans. Hlutlausir sérfræðingar gerðu 900 bls skýrslu um málið. Í inngangi stendur þetta í enskri útgáfu: „Norway has adopted roughly ¾ of EU legislation compared to those Member States that participate in everything...“. 75%. Má þá bæta áhrifum af Schengen-samkomulaginu við. 80-90%. Staða Íslands er væntanlega áþekk. Skýrslan bendir einnig á þá neiðkvæðu staðreynd, að Norðmenn hafi engin áhrif á stefnumál ESB og komi þar hvergi að ákvörðunum. Það sama gildir auðvitað um Ísland í stöðunni. Ef Ísland væri fullgilt aðildarríki, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið, okkar eigin kommissar - hver þjóð hefur bara einn, líka Þjóðverjar og Frakkar – og, auk þess, fengjum við fullt neitunarvald, hvað varðar stefnumörkun, stærri ákvarðanir og samningagerð ESB við önnur ríki eða álfur. Við gætum þá loks látið í okkur heyra og að okkur kveða með þau lög og þær reglugerðir, sem við erum svo að taka upp. Hvað segja aðstoðarmenn og utanríkisráðherrar um það? Vart vill sjálfstætt fólk, sannir D-verjar, láta draga sig um lífið og tilveruna á „asnaeyrum“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði frambjóðandi til prófkjörs hjá D, ung og fönguleg kona, að sjá, sem jafnframt er aðstoðarmaður utanríkisráðherra, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Aðild að Evrópusambandinu fer gegn hagsmunum Íslands“. Í texta bætir frambjóðandinn ungi svo um betur og segir hugmyndina um, að Ísland gangi í Evrópusambandið sé „arfavitlausa“. Er þetta svipaður málflutningur og utanríkisráðhherra hefur verið með á Alþingi, illu heilli, og er ekki vel vitað, hvort þeirra er upphafsmaður að þessum glórulitla málflutningi. Þegar til þess er litið, að flest önnur smáríki Vestur Evrópu telja sig bezt komin innan vébanda ESB, og það er ljóst, að staða sumra þeirra er sambærileg við okkar stöðu, þá verður þessi málflutningur skötuhjúanna enn torskildari. Ég er hér með Eistland, Lettland, Litháen, Írland, Lúxemborg, Slóveníu, Möltu og Kýpur í huga. Einning má minna á, að hugur þegna Skotlands, Norður Írlands og Wales virðist standa afgerandi til ESB-aðildar. Sennilega vantar þá eitthvað af vitsmunum í það fólk, sem þessar 11 evrópsku smáþjóðir leiðir; vantar góða ráðgjöf og handleiðslu frá D á Íslandi. Og hver eru svo rök þessa ágæta fólks, þessarar stóryrtu ungu konu og hins galvaska utanríkisráðherra, fyrir því, að það væri arfavitlaust að ganga í ESB? „Með því að standa utan við Evrópusambandið höldum við okkar sjálfstæðu viðskiptastefnu og höfum fullt forræði á viðskiptasamningum við önnur ríki“, segir hún og reyndar þau bæði. Aðstoðarmaðurinn skýrir síðan frá því, að Ísland hafi nú fríverzlunarsamninga við 74 ríki, og, að frekari samningar við m.a. Indónesíu, Ekvador, Gvatemala, Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ bíði gildistöku. Sahara mun ekki vera með. En, hver er raunveruleikinn í þessum málum? 90-95% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við Evrópu og Bandaríkin, enda er íslenzkur varningur og þjónusta í háum kostnaðar- og gæðaflokki, sem einvörðungu efnaðir neytendur í efnahagslega sterkum mörkuðum, hafa efni á. Þau lönd, sem frambjóðandinn gleðst yfir, að Ísland hafi náð fríverzlunarsamningi við, hafa enga burði til að kaupa íslenzkan varning. Ætla má, að allir þessir miklu og víðtæku viðskipta-samningar, séu að mestu gagnslausir og hrein tíma- og kraftasóun. Með fullri inngöngu í ESB hefði, hins vegar, fengizt fríverzlun við Kanada, Suður Kóreu og Japan, samtals 220 milljónir efnaðra neytenda, sem ESB hefur fríverzlunarsamning við og henta fyrir íslenzkan hágæðavarning og -þjónustu. Næst kemur prófkjörs-frambjóðandinn liðtæki að því, að sjávarútvegsstefna ESB sé „...stefna sem fyrir löngu hefur sannað gagnsleysi sitt og skaðsemi“. Skýringar ber konan unga engar fram. Stundum er slíkt kallað sleggjudómar. Aftur tekur ungur frambjóðandi því mikið upp í sig. Malta var í sambærilegri stöðu og við Íslendingar, þegar landið gekk í ESB. Lifði mest á fiskveiðum og ferðamennsku. Líka fámennt eyríki, sem hafði ráðið fyrir og nýtt sín fiskimið í langa tíð. Út á þá sögulegu staðreynd, fékk Malta að halda fullum yfirráðum yfir sínum miðum við inngöngu, og fengu önnur ESB- aðildarríki þar engan aðgang. Allar líkur benda til, að við Íslendingar fengjum sams konar samning - full yfirráð yfir okkar landhelgi og fiskimiðum - við ESB-inngöngu. Svo kemur margt í belg og biðu hjá aðstoðarmanninum. Stefna ESB í dreifbýlisþróun, skattamálum, gjaldmiðilssamstarfi, byggðastefnu, réttarvörslu, dóms- og innanríkismálum, tollabandalagi, utanríkistengslum, öryggis- og varnarmálum, fjárhagslegu eftirliti, framlagsmálum og stofnunum, en allt á þetta að vera kolómögulegt. Fyrr má nú rota en dauðrota hvarlaði að undirrituðum við lestur þessarar lönguvitleysu, sem ég leyfi mér svo að kalla, enda efast ég um, að aðstoðarmaðurinn sjálfur hafi vitað vel, hvað hann var að romsa upp úr sér og setja á blað. Ef ESB myndi koma að dreifbýlis- og byggðamálum hér, væri það þá helzt í formi fjármagnsframlags eða styrkja, sem vart væri hægt að kvarta yfir. Skattamál eru innanríkismál aðildarríkja. Hvert aðildarríki ræður sjálft, hvort það tekur þátt í gjaldmiðilssamstarfi. Svíar gera það t.a.m. ekki. Varðandi réttarvörzlu og dómsmál, þá erum við nú þegar nátengd ESB, eins og dæmin (Landsréttarmálið) sanna, varðandi innanríkismál, þá erum við nú þegar í Schengen, þar sem við opnum landamærin fyrir öllum hinum ESB- og Schengen-ríkjunum (og þau fyrir okkur), um tollabandalög og utanríkistengsl gæti ESB aðeins gagnast okkur og um öryggis- og varnarmál, erum við auðvitað öll, Ísland og ESB-ríkin flest, í sama báti; NATO. Þá er rétt að líta á þá fullyrðingu hjúanna, að Ísland hafi aðeins tekið upp 13,4% af regluverki ESB: Fjölmargar reglugerðir ESB ná alls ekki til Íslands, þannig, að, ef heildarfjöldi reglugerða er, annars vegar, talinn og svo, hins vegar, einfaldlega fjöldi þeirra reglugerða, sem Ísland hefur innleitt, kann að koma út lág prósentutala. Þetta er þó ekki það, sem gildir, heldur áhrif og vægi þeirra gerða og reglugerða, sem Ísland hefur tekið upp. Norðmenn eru með svipaðan ESS-samning og við. Á 20-ára afmæli norska EES-samningsins lét ríkistjórn landsins gera úttekt á samningnum og áhrifum hans. Hlutlausir sérfræðingar gerðu 900 bls skýrslu um málið. Í inngangi stendur þetta í enskri útgáfu: „Norway has adopted roughly ¾ of EU legislation compared to those Member States that participate in everything...“. 75%. Má þá bæta áhrifum af Schengen-samkomulaginu við. 80-90%. Staða Íslands er væntanlega áþekk. Skýrslan bendir einnig á þá neiðkvæðu staðreynd, að Norðmenn hafi engin áhrif á stefnumál ESB og komi þar hvergi að ákvörðunum. Það sama gildir auðvitað um Ísland í stöðunni. Ef Ísland væri fullgilt aðildarríki, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið, okkar eigin kommissar - hver þjóð hefur bara einn, líka Þjóðverjar og Frakkar – og, auk þess, fengjum við fullt neitunarvald, hvað varðar stefnumörkun, stærri ákvarðanir og samningagerð ESB við önnur ríki eða álfur. Við gætum þá loks látið í okkur heyra og að okkur kveða með þau lög og þær reglugerðir, sem við erum svo að taka upp. Hvað segja aðstoðarmenn og utanríkisráðherrar um það? Vart vill sjálfstætt fólk, sannir D-verjar, láta draga sig um lífið og tilveruna á „asnaeyrum“.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun