Amanda „framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 10:00 Amanda Andradóttir gæti reynst góð viðbót við efnilegan hóp sem fyrir er í íslenska landsliðinu. Samsett/Getty/VIF „Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, um Amöndu Andradóttur sem valin hefur verið í U19-landslið Noregs í fótbolta. Amanda er aðeins 17 ára en hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni með meistaraliði Vålerenga. Hún varði fyrstu árum ævinnar í Noregi þar sem faðir hennar, Andri Sigþórsson, lauk sínum knattspyrnuferli með liði Molde. Móðir Amöndu er hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals hér á landi. Hún hefur leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 10 mörk en einnig haldið tengslum við Noreg og æfði til að mynda með Vålerenga um tíma þegar hún var 13 og 14 ára gömul. Amanda flutti til Danmerkur í fyrra og gekk í raðir Nordsjælland en þaðan fór hún svo til norsku meistaranna undir lok síðasta árs. Klippa: Þorsteinn um Amöndu Knattspyrnufólk má aðeins leika fyrir eitt A-landslið á sínum ferli. Um leið og Amanda spilar mótsleik fyrir Noreg eða Ísland verður því ekki aftur snúið. Næstu mótsleikir A-landsliðanna eru hins vegar ekki fyrr en í undankeppni HM í haust. Þorsteinn valdi í gær 23 A-landsliðskonur til að mæta Írlandi í vináttulandsleikjum 11. og 15. júní á Laugardalsvelli en Amanda er ekki í þeim hópi. „Ég hef ekki verið í sambandi við hana nýlega. Ég talaði við hana í febrúar eða mars. Ég fylgist með öllum leikjum og hún var klárlega ein þeirra sem komu til greina núna. Ég taldi þó ekki rétta tímapunktinn til að velja hana í dag en hún er klárlega áfram inni í myndinni, og framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt,“ segir Þorsteinn. Hefði ekki getað æft með íslenska U19-liðinu Þórður Þórðarson, sem KSÍ greindi frá í gær að myndi í sumar hætta sem þjálfari U19-landsliðs kvenna, valdi Amöndu ekki í æfingahóp sem kemur saman á Selfossi 7.-10. júní. Þorsteinn segir eðlilegar skýringar á því þar sem að vegna kórónuveirufaraldursins hefði það ekki gengið upp. Amanda þarf hins vegar ekki að fara yfir nein landamæri til að æfa með U19-landsliði Noregs sem æfir saman 8.-15. júní. Þorsteinn segist ekki vita hvert hugur Amöndu stendur varðandi framtíðina: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana í rúma tvo mánuði. En varðandi U19-liðið og af hverju hún var ekki valin í okkar U19-lið þá var bara um að ræða 3-4 daga æfingatörn hér heima, og hún hefði þurft að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins því að U19-liðið verður ekki í búblu. Æfingunum hefði því verið lokið þegar hún losnaði úr sóttkví. Það var nú helsta ástæðan held ég fyrir því að þetta gekk ekki upp. Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann. Ég ákvað bara að velja hana ekki í A-landsliðið núna og ég verð bara að standa og falla með því,“ segir Þorsteinn en viðtal við hann má sjá hér að ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15 Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Amanda er aðeins 17 ára en hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni með meistaraliði Vålerenga. Hún varði fyrstu árum ævinnar í Noregi þar sem faðir hennar, Andri Sigþórsson, lauk sínum knattspyrnuferli með liði Molde. Móðir Amöndu er hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals hér á landi. Hún hefur leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 10 mörk en einnig haldið tengslum við Noreg og æfði til að mynda með Vålerenga um tíma þegar hún var 13 og 14 ára gömul. Amanda flutti til Danmerkur í fyrra og gekk í raðir Nordsjælland en þaðan fór hún svo til norsku meistaranna undir lok síðasta árs. Klippa: Þorsteinn um Amöndu Knattspyrnufólk má aðeins leika fyrir eitt A-landslið á sínum ferli. Um leið og Amanda spilar mótsleik fyrir Noreg eða Ísland verður því ekki aftur snúið. Næstu mótsleikir A-landsliðanna eru hins vegar ekki fyrr en í undankeppni HM í haust. Þorsteinn valdi í gær 23 A-landsliðskonur til að mæta Írlandi í vináttulandsleikjum 11. og 15. júní á Laugardalsvelli en Amanda er ekki í þeim hópi. „Ég hef ekki verið í sambandi við hana nýlega. Ég talaði við hana í febrúar eða mars. Ég fylgist með öllum leikjum og hún var klárlega ein þeirra sem komu til greina núna. Ég taldi þó ekki rétta tímapunktinn til að velja hana í dag en hún er klárlega áfram inni í myndinni, og framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt,“ segir Þorsteinn. Hefði ekki getað æft með íslenska U19-liðinu Þórður Þórðarson, sem KSÍ greindi frá í gær að myndi í sumar hætta sem þjálfari U19-landsliðs kvenna, valdi Amöndu ekki í æfingahóp sem kemur saman á Selfossi 7.-10. júní. Þorsteinn segir eðlilegar skýringar á því þar sem að vegna kórónuveirufaraldursins hefði það ekki gengið upp. Amanda þarf hins vegar ekki að fara yfir nein landamæri til að æfa með U19-landsliði Noregs sem æfir saman 8.-15. júní. Þorsteinn segist ekki vita hvert hugur Amöndu stendur varðandi framtíðina: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana í rúma tvo mánuði. En varðandi U19-liðið og af hverju hún var ekki valin í okkar U19-lið þá var bara um að ræða 3-4 daga æfingatörn hér heima, og hún hefði þurft að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins því að U19-liðið verður ekki í búblu. Æfingunum hefði því verið lokið þegar hún losnaði úr sóttkví. Það var nú helsta ástæðan held ég fyrir því að þetta gekk ekki upp. Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann. Ég ákvað bara að velja hana ekki í A-landsliðið núna og ég verð bara að standa og falla með því,“ segir Þorsteinn en viðtal við hann má sjá hér að ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15 Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15
Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07