Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 17:50 Ekki verður kennt í Fossvogsskóla næsta skólaár vegna framkvæmda. Vísir/Vilhelm Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06
Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57