Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 08:01 Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira