Samkvæmt tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar var skýrslan unnin að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem verður viðstaddur kynninguna.
Markmið skýrslunnar er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar.
Guðmundur J. Óskarsson, ritstjóri mun sjá um kynninguna en alls voru 33 höfundar að skýrslunni. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Fornubúðum 5 en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða fjöldatakmarkanir í salnum.