Við tökum barnaníð alvarlega Þóra Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:00 Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun