Vaktavinna = mönnunarvandi Sandra B. Franks skrifar 3. júní 2021 16:01 Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun