Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 23:31 Chris Paul í baráttunni gegn Wes Matthews. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Sjá meira
Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Sjá meira