Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 16:31 LeBron James fórnar höndum í tapinu gegn Phoenix Suns í nótt. Getty/Keith Birmingham Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James. NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James.
NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30