NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 15:00 Devin Booker fór hamförum í Staples Center í nótt. ap/Ashley Landis Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira