Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 13:48 Ný vefmyndavél var sett upp við vestari garðinn í gær, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið, sem hér sést á tveimur myndum. Veðurstofan Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að í morgun hafi vakt Veðurstofunnar tekið eftir auknum óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið. „Stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Í gær var sett upp ný vefmyndavél við vestari garðinn, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið,“ segir í tilkynningu. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hraunspýja hafi áður farið yfir vestari garðinn, um það bil á sama tíma og eystri varnargarðurinn var rofinn. „Það var smá spýja og fór rétt fyrir framan garðinn, fór ekki lengra en það. Hraun hefur ekki farið svona langt yfir áður,“ segir Elísabet. Hún segir atburðarásina í morgun hafa verið nokkuð hraða og að áfram flæði hraun yfir garðinn. Spennandi verði að sjá myndir úr Nátthaga þegar rofi til en slæmt skyggni er nú við gosstöðvarnar, líkt og sést í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Tveir varnargarðar voru reistir í síðasta mánuði sem tilraun til að stemma stigu við hraunflæði frá gosinu en vestari varnargarðurinn hefur þegar verið rofinn. Þá var greint frá því í gær að hraun væri komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12 Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að í morgun hafi vakt Veðurstofunnar tekið eftir auknum óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið. „Stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Í gær var sett upp ný vefmyndavél við vestari garðinn, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið,“ segir í tilkynningu. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hraunspýja hafi áður farið yfir vestari garðinn, um það bil á sama tíma og eystri varnargarðurinn var rofinn. „Það var smá spýja og fór rétt fyrir framan garðinn, fór ekki lengra en það. Hraun hefur ekki farið svona langt yfir áður,“ segir Elísabet. Hún segir atburðarásina í morgun hafa verið nokkuð hraða og að áfram flæði hraun yfir garðinn. Spennandi verði að sjá myndir úr Nátthaga þegar rofi til en slæmt skyggni er nú við gosstöðvarnar, líkt og sést í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Tveir varnargarðar voru reistir í síðasta mánuði sem tilraun til að stemma stigu við hraunflæði frá gosinu en vestari varnargarðurinn hefur þegar verið rofinn. Þá var greint frá því í gær að hraun væri komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12 Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12
Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18