Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 10:11 Diljá Mist Einarsdóttir. Aðsend Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39