Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:02 Dagar Brynjars Níelssonar á Alþingi gætu verið taldir. Hann segist ekki reikna með að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir/Vilhelm Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent