Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 17:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist fordæma danska jafnaðarmanna fyrir nýja stefnu í innflytjendamálum. Vísir/Vilhelm Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent