Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:52 Katrín lagði breytingartillöguna fram sem almennur þingmaður. vísir/vilhelm Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira