Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:52 Katrín lagði breytingartillöguna fram sem almennur þingmaður. vísir/vilhelm Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira