Einsmáls Baldur Baldur Borgþórsson skrifar 7. júní 2021 07:00 Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fíkn Miðflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar