Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 10:10 Mótmælendur felldu styttu af Ryerson, sem jafnan er talinn hönnuður heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, í gær. Getty/Steve Russell Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september. Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september.
Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40