Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“ Snorri Másson skrifar 7. júní 2021 13:33 Guðlaugur Þór Þórðarson sagði það skýrt í sigurræðu á kosningavökunni: Þeir sem unnu gegn honum, þeir töpuðu. Ljósmynd/Håkon Broder Lund Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum. Í ræðunni segir Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hafi verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vísir hefur fengið ræðuna frá aðfaranótt sunnudags senda frá einum gestinum og í myndbandi má sjá Guðlaug sigurreifan opna kampavínsflösku uppi á sviði og halda innblásna ræðu yfir stuðningsmönnum sínum. Klippa: Ræða Guðlaugs Þórs eftir prófkjör Stuðningsmennirnir fagna ræðunni af innlifun og kalla hver ofan í annan ýmislegt á meðan á henni stendur. Meðal annars að Guðlaugur eigi að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Losaðu þig við Bjarna!“ heyrist meðal annars kallað. „Formaðurinn“ er orð sem annar virðist nota til að lýsa Guðlaugi úr salnum, sem og „King in the North“, samanber Reykjavík norður, kjördæmi Guðlaugs. Bent hefur verið á að niðurstöður prófkjörsins kunni að hafa mikið að segja um hver taki við af Bjarna Benediktssyni núverandi formanni. „Þeir töpuðu“ Guðlaugur gerir upp í ræðu sinni harðvítug innanflokksátök sem staðið hafa í kringum prófkjörið, þar sem hann og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa keppst um forystu. Baráttan gekk svo langt að framboð Guðlaugs sakaði framboð Áslaugar um að hafa sótt gögn með óleyfilegum hætti til að komast í samband við kjósendur. Yfirkjörstjórn lét það mál niður falla. Á annað hundrað manns voru í veislunni, sem var haldin á hæð á Suðurlandsbraut. Fagnað var fram á nótt.Ljósmynd/Håkon Broder Lund Átökin hafa að öðru leyti ekki verið harkaleg á opinberum vettvangi hingað til, en þegar Guðlaugur ávarpaði stuðningsmenn sína tók hann af allan vafa um að raunverulegar tilraunir hafi verið gerðar til að fella hann úr oddvitasætinu. Sigurinn hafi síst verið auðunninn í þetta skiptið. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Verulegur kraftur var í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og atkvæðin töldu 7.493 þegar allt kom til alls. Það var smalað í báðum liðum en Guðlaugur varð ofan á.Ljósmynd/Håkon Broder Lund „Við ætlum að verða það sem við vorum“ Guðlaugur uppskar fagnaðarlæti við hverja yfirlýsinguna á fætur annarri og hóf að ræða framtíð flokksins, sem nú mælist með 24,6% fylgi, samanborið til dæmis við 36,6% fylgi í kosningum 2007. „Þetta er bara upphafið að því sem koma skal,“ sagði Guðlaugur. „Við ætlum að sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki bara í einhverjum 20 prósentum. Við ætlum að verða það sem við vorum! Vegna þess að þjóðinni vegnar ekki vel nema Sjálfstæðisflokkurinn sé stór, því að okkar hugmyndir og hugsjónir fara beint í hjartað á öllum landsmönnum. Ég er bara svo ótrúlega stoltur af ykkur. Það er svo magnað að hafa unnið með ykkur. Í þessum hópi sem hér er, er slíkur kraftur, að það er enginn sem stöðvar hann. Enginn!“ Guðlaugur nefndi næst að nú væri komið að því að fagna sigrinum, enda væri gleðskapur snar þáttur í sjálfsmynd Sjálfstæðismanna. „Það er bara eitt sem við ætlum að gera í kvöld. Við ætlum að skemmta okkur og fagna þessu, vegna þess að við Sjálfstæðismenn við trúum ekki bara á einstaklingsfrelsið, við trúum ekki bara á stétt við stétt, við trúum því líka að það sé lykilatriði að hafa gaman. Núna ætlum við að taka kvöldið og nóttina í það að skemmta okkur almennilega, fagna þessum sigri og ég ætla að opna þessa kampavínsflösku.“ Guðlaugur Þór hringdi í Diljá Mist Einarsdóttur aðstoðarkonu sína og flokkssystur eftir að sigurinn lá fyrir og áður en hann flutti ræðuna. „Ég er að halda ræðu hérna. Vann ég ekki?“Ljósmynd/Håkon Broder Lund Naumur sigur Guðlaugs Guðlaugur Þór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður eftir prófkjör árið 2016 og uppstillingu 2017. Í prófkjörinu núna sigraði hann Áslaugu Örnu mjög naumlega, en hann fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum hennar í fyrsta sætið. Guðlaugur hefur lagt áherslu á það í viðtölum að hann hafi ekki haft mikinn tíma til að reka herferð sína í prófkjörsbaráttunni, meðal annars vegna Norðurskautsráðsins og nýundirritaðs viðskiptasamnings við Breta. Í sigurræðu sinni sagði hann eftirfarandi: „Ég sagði ykkur í kvöld, og ég er ekki að grínast, að ég hef farið í nokkrar kosningabaráttur og ég hef aldrei verið jafnmikið fjarverandi. Það er bara staðreynd. Ég þurfti að sinna hagsmunum Íslands. Það sem ég er að segja er þetta: Það gerir enginn neitt einn. Það er bara ekki þannig. Það er enginn sem hefur jafnmikið, og fyrirgefið, af einhverri ástæðu er röddin aðeins að fara, það hefur enginn haft jafn öflugt fólk með sér og ég.“ Segja má að Guðlaugur hafi unnið fullnaðarsigur í prófkjörinu þar sem aðstoðarkona hans Diljá Mist Einarsdóttir varð hlutskarpari í baráttunni við Hildi Sverrisdóttur. Diljá sóttist eftir 3. sæti en Hildur eftir 3.-4. sæti. Hildur er nánari Áslaugu Örnu í pólitísku starfi en Guðlaugi. We Are The Champions, Another One Bites The Dust og Ég er kominn heim voru sungin á kosningavökunni. Allt viðeigandi eftir mikilvægan sigur.Ljósmynd/Håkon Broder Lund Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Í ræðunni segir Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hafi verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vísir hefur fengið ræðuna frá aðfaranótt sunnudags senda frá einum gestinum og í myndbandi má sjá Guðlaug sigurreifan opna kampavínsflösku uppi á sviði og halda innblásna ræðu yfir stuðningsmönnum sínum. Klippa: Ræða Guðlaugs Þórs eftir prófkjör Stuðningsmennirnir fagna ræðunni af innlifun og kalla hver ofan í annan ýmislegt á meðan á henni stendur. Meðal annars að Guðlaugur eigi að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Losaðu þig við Bjarna!“ heyrist meðal annars kallað. „Formaðurinn“ er orð sem annar virðist nota til að lýsa Guðlaugi úr salnum, sem og „King in the North“, samanber Reykjavík norður, kjördæmi Guðlaugs. Bent hefur verið á að niðurstöður prófkjörsins kunni að hafa mikið að segja um hver taki við af Bjarna Benediktssyni núverandi formanni. „Þeir töpuðu“ Guðlaugur gerir upp í ræðu sinni harðvítug innanflokksátök sem staðið hafa í kringum prófkjörið, þar sem hann og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa keppst um forystu. Baráttan gekk svo langt að framboð Guðlaugs sakaði framboð Áslaugar um að hafa sótt gögn með óleyfilegum hætti til að komast í samband við kjósendur. Yfirkjörstjórn lét það mál niður falla. Á annað hundrað manns voru í veislunni, sem var haldin á hæð á Suðurlandsbraut. Fagnað var fram á nótt.Ljósmynd/Håkon Broder Lund Átökin hafa að öðru leyti ekki verið harkaleg á opinberum vettvangi hingað til, en þegar Guðlaugur ávarpaði stuðningsmenn sína tók hann af allan vafa um að raunverulegar tilraunir hafi verið gerðar til að fella hann úr oddvitasætinu. Sigurinn hafi síst verið auðunninn í þetta skiptið. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Verulegur kraftur var í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og atkvæðin töldu 7.493 þegar allt kom til alls. Það var smalað í báðum liðum en Guðlaugur varð ofan á.Ljósmynd/Håkon Broder Lund „Við ætlum að verða það sem við vorum“ Guðlaugur uppskar fagnaðarlæti við hverja yfirlýsinguna á fætur annarri og hóf að ræða framtíð flokksins, sem nú mælist með 24,6% fylgi, samanborið til dæmis við 36,6% fylgi í kosningum 2007. „Þetta er bara upphafið að því sem koma skal,“ sagði Guðlaugur. „Við ætlum að sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki bara í einhverjum 20 prósentum. Við ætlum að verða það sem við vorum! Vegna þess að þjóðinni vegnar ekki vel nema Sjálfstæðisflokkurinn sé stór, því að okkar hugmyndir og hugsjónir fara beint í hjartað á öllum landsmönnum. Ég er bara svo ótrúlega stoltur af ykkur. Það er svo magnað að hafa unnið með ykkur. Í þessum hópi sem hér er, er slíkur kraftur, að það er enginn sem stöðvar hann. Enginn!“ Guðlaugur nefndi næst að nú væri komið að því að fagna sigrinum, enda væri gleðskapur snar þáttur í sjálfsmynd Sjálfstæðismanna. „Það er bara eitt sem við ætlum að gera í kvöld. Við ætlum að skemmta okkur og fagna þessu, vegna þess að við Sjálfstæðismenn við trúum ekki bara á einstaklingsfrelsið, við trúum ekki bara á stétt við stétt, við trúum því líka að það sé lykilatriði að hafa gaman. Núna ætlum við að taka kvöldið og nóttina í það að skemmta okkur almennilega, fagna þessum sigri og ég ætla að opna þessa kampavínsflösku.“ Guðlaugur Þór hringdi í Diljá Mist Einarsdóttur aðstoðarkonu sína og flokkssystur eftir að sigurinn lá fyrir og áður en hann flutti ræðuna. „Ég er að halda ræðu hérna. Vann ég ekki?“Ljósmynd/Håkon Broder Lund Naumur sigur Guðlaugs Guðlaugur Þór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður eftir prófkjör árið 2016 og uppstillingu 2017. Í prófkjörinu núna sigraði hann Áslaugu Örnu mjög naumlega, en hann fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum hennar í fyrsta sætið. Guðlaugur hefur lagt áherslu á það í viðtölum að hann hafi ekki haft mikinn tíma til að reka herferð sína í prófkjörsbaráttunni, meðal annars vegna Norðurskautsráðsins og nýundirritaðs viðskiptasamnings við Breta. Í sigurræðu sinni sagði hann eftirfarandi: „Ég sagði ykkur í kvöld, og ég er ekki að grínast, að ég hef farið í nokkrar kosningabaráttur og ég hef aldrei verið jafnmikið fjarverandi. Það er bara staðreynd. Ég þurfti að sinna hagsmunum Íslands. Það sem ég er að segja er þetta: Það gerir enginn neitt einn. Það er bara ekki þannig. Það er enginn sem hefur jafnmikið, og fyrirgefið, af einhverri ástæðu er röddin aðeins að fara, það hefur enginn haft jafn öflugt fólk með sér og ég.“ Segja má að Guðlaugur hafi unnið fullnaðarsigur í prófkjörinu þar sem aðstoðarkona hans Diljá Mist Einarsdóttir varð hlutskarpari í baráttunni við Hildi Sverrisdóttur. Diljá sóttist eftir 3. sæti en Hildur eftir 3.-4. sæti. Hildur er nánari Áslaugu Örnu í pólitísku starfi en Guðlaugi. We Are The Champions, Another One Bites The Dust og Ég er kominn heim voru sungin á kosningavökunni. Allt viðeigandi eftir mikilvægan sigur.Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00