Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Níu hópnauðgunarmál hafa komiðá borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári - með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun. Í kvöldfréttum verður rætt við bankastjóra Íslandsbanka sem segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða.

Einnig verður rætt við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um nýja rannsókn en samkvæmt henni er hægt að spá fyrir um með talsverðri nákvæmni hversu langt fólk á eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar.

Einnig verður fjallað um alvarlega stöðu á bráðamóttöku Landspítalans, mikla notkun landsmanna á þunglyndislyfjum auk þess sem rætt verður við íbúa við göngugötuna við Laugarveginn, sem segir að framkvæmdin þarfnist betri útfærslu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og eru aðgengilegar í sjónvarpi á Stöð 2. Einnig er hægt að hlusta á þær í beinni hér á Vísi og á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×