Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 18:36 Á sjötta þúsund fóru með Icelandair frá Íslandi í síðasta mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru brottfararfarþegar 1.600. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira