Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 11:15 Drengur gengur fram hjá veggmynd af Daniel Ortega forseta í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva. Níkaragva Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva.
Níkaragva Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira