„Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 10:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar með Jens Scheuer, þjálfara Bayern München. getty/Mika Volkmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á sunnudaginn annar Íslendingurinn til að verða þýskur meistari með Bayern München. Hún kann vel við sig hjá þýska liðinu og býst við að fá stærra hlutverk hjá því á næsta tímabili. Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína. Þýski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína.
Þýski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira