Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 15:04 Tuttugu og fjórir verkamenn frá Austur-Evrópu bjuggu í húsnæðinu og hafðist hluti þeirra við í litlum timburkössum sem voru metnir auðbrennanlegt drasl af skökkviliði. vísir/vilhelm Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þorkell Kristján Guðgeirsson var ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hann lét smíða búseturými, sem fulltrúar slökkviliðsins lýstu sem „svefnskápum“, fyrir erlenda starfsmenn starfsmannaleigu sinnar í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 þar sem brunavarnir voru ekki til staðar eða þeim verulega áfátt. Eftirlitsmenn sem skoðuðu húsnæðið að beiðni lögreglu í febrúar 2018 töldu bráða íkveikjuhættu í húsinu. Við aðalmeðferð málsins sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að það væri í „sama kálgarði“ og bruninn mannskæði á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í fyrra. „Við gerðum þetta í algerri neyð“ Í ákæru var Þorkatli Kristjáni gefið að sök að hafa með þessu stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt. Starfsmennirnir eru taldir hafa dvalið í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið frá lokum árs 2017 fram á árið 2018. Þorkell Kristján tók ekki beina afstöðu til sakarefnisins við þingfestingu eða aðalmeðferð málsins. Þar sagði hann málið of „flókið“ til að hann gæti svarað já eða nei. Hafnaði hann því að hafa hagnast fjárhagslega á húsnæðinu. Bar Þorkell Kristján við húsnæðisskorti sem ástæðu fyrir því að hýsa starfsmennina við þessar aðstæður við aðalmeðferðina. Fullyrti hann að búsetuúrræðið hefði aðeins verið til algerra bráðabirgða og að til hafi staðið að flytja starfsmennina annað einmitt þegar lögregla kom fyrst á staðinn. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann. Fulltrúi slökkviliðsins sem gaf skýrslu við aðalmeðferðina sagði þó að þeir erlendu starfsmenn sem voru í húsinu þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði hefðu sagt að verið væri að smíða fleiri svefnskápa og að fleiri starfsmenn væru væntanlegir til dvalar þar. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundarbúnað. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Fangelsisrefsingin er skilorðbundin til tveggja ár og var Þorkell Kristján jafnframt dæmdur til að greiða málsvarnarlaun sem nema rúmri milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Slökkvilið Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Þorkell Kristján Guðgeirsson var ákærður fyrir svonefnt hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hann lét smíða búseturými, sem fulltrúar slökkviliðsins lýstu sem „svefnskápum“, fyrir erlenda starfsmenn starfsmannaleigu sinnar í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 þar sem brunavarnir voru ekki til staðar eða þeim verulega áfátt. Eftirlitsmenn sem skoðuðu húsnæðið að beiðni lögreglu í febrúar 2018 töldu bráða íkveikjuhættu í húsinu. Við aðalmeðferð málsins sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að það væri í „sama kálgarði“ og bruninn mannskæði á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í fyrra. „Við gerðum þetta í algerri neyð“ Í ákæru var Þorkatli Kristjáni gefið að sök að hafa með þessu stefnt lífi og heilsu 24 starfsmanna leigunnar í augljósa hættu í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt. Starfsmennirnir eru taldir hafa dvalið í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið frá lokum árs 2017 fram á árið 2018. Þorkell Kristján tók ekki beina afstöðu til sakarefnisins við þingfestingu eða aðalmeðferð málsins. Þar sagði hann málið of „flókið“ til að hann gæti svarað já eða nei. Hafnaði hann því að hafa hagnast fjárhagslega á húsnæðinu. Bar Þorkell Kristján við húsnæðisskorti sem ástæðu fyrir því að hýsa starfsmennina við þessar aðstæður við aðalmeðferðina. Fullyrti hann að búsetuúrræðið hefði aðeins verið til algerra bráðabirgða og að til hafi staðið að flytja starfsmennina annað einmitt þegar lögregla kom fyrst á staðinn. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann. Fulltrúi slökkviliðsins sem gaf skýrslu við aðalmeðferðina sagði þó að þeir erlendu starfsmenn sem voru í húsinu þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði hefðu sagt að verið væri að smíða fleiri svefnskápa og að fleiri starfsmenn væru væntanlegir til dvalar þar. Starfsmannaleigan 2findjob ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í apríl árið 2019 og félag hans Smíðaland sem leigði húsnæðið fór sömu leið það ár. Þorkell Kristján er búsettur í Noregi og gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundarbúnað. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Fangelsisrefsingin er skilorðbundin til tveggja ár og var Þorkell Kristján jafnframt dæmdur til að greiða málsvarnarlaun sem nema rúmri milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Slökkvilið Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05
Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12. maí 2021 15:36
„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01
Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54