Tækifærin í Brexit? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2021 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Brexit Bretland Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar