Tækifærin í Brexit? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2021 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Brexit Bretland Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun