Erlent

Dæmd í 21 árs fangelsi í Noregi fyrir að myrða börnin sín

Atli Ísleifsson skrifar
Drengirnir fundust látnir á heimili sínu í Lørenskog, austur af Osló, í júlí á síðasta ári.
Drengirnir fundust látnir á heimili sínu í Lørenskog, austur af Osló, í júlí á síðasta ári. Stöð 2

Dómstóll í Osló hefur dæmt 35 ára konu í 21 árs fangelsi fyrir að hafa drepið tvo syni sína, sjö og eins árs, í Lørenskog, austur af Osló, á síðasta ári.

Norskir fjölmiðlar segja konuna hafa verið dæmda fyrir morðin, að hafa logið að lögreglu og auðgunarbrot. Auk fangelsisdómsins er konan dæmd til að greiða föður drengjanna miskabætur.

Gunhild Lærum, verjandi konunnar, segir ekki ljóst hvort að dómnum verði áfrýjað.

Slökkvilið var kallað út að heimili konunnar og drengjanna 19. júlí á síðasta ári, eftir að tilkynning barst um mögulegan eldsvoða. Á heimilinu fundust drengirnir, hinn eins árs gamli Gabriel og sjö ára Mikael, látnir, en dánarorsök var síðar úrskurðuð á þann veg að þrengt hafi verið að öndunarvegi þeirra.

Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá í júlí á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×