„Þegar Dabbi kóngur setur einn úr horninu þá er þetta búið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2021 11:59 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var gestur í setti Körfuboltakvölds eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, mætti í settið til strákanna í Körfuboltakvöldi eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla. Lárus var eðlilega kampakátur með 18 stiga sigur, en segir að hann og strákarnir í liðinu séu langt frá því að vera saddir. „Okkar taktík var að taka frá þeim póstinn. Þeir bara máttu ekki senda á póstinn, ýta þeim úr póstinum, tvöfalda á hann og bara ráðast á þá á póstinum,“ sagði Lárus. „Við hugsuðum með okkur að ef að Stjarnan ætlaði að fara að hægja á leiknum og fara á póstinn, ef við erum búnir að taka það frá þeim þá erum við búnir að taka vígtennurnar úr Ægi, Gunna og fleirum og við myndum vinna leikinn.“ Þórsarar mæta Keflvíkingum í úrslitaeinvíginu. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum nokkuð örugglega og unnu báða leiki sína gegn Þór í vetur. „Við erum náttúrulega að fara að keppa við langbesta lið landsins. Þeir eru búnir að vera lang, lang, langbestir í vetur. Ég myndi segja að það sé pressa á okkur að ná fyrsta högginu og ná að vinna þá í Keflavík á miðvikudaginn.“ „Ég held að við „mötsum“ bara vel á móti Keflavík. Það verður gaman að sjá Litháana tvo berjast.“ Í viðureignum liðanna í vetur gáfu Keflvíkingar Styrmi Snæ opin þriggja stiga skot sem hann var ekki að setja niður. Styrmir hefur unnið mikið í því og Lárus hrósaði honum fyrir sína vinnusemi í vetur. „Hann er náttúrulega búinn að vinna vel fyrir þessu. Það er ekkert endilega skotið hans sem ég er ánægðastur með. Það sem ég er ánægðastur með og var sérstaklega ánægður með í seinni hálfleik í kvöld hvað hann var duglegur að fara inn í teiginn með þolinmæði og finna lausa menn fyrir utan.“ Lárus og sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að Styrmir Snær, sem er einungis 19 ára, sýni mikinn þroska inni á vellinum. „Í fyrri hálfleik þá var hann að flýta sér aðeins of mikið og var kannski að fara einn á tvo og detta út af og Stjarnan refsaði okkur. Í seinni hálfleik þá bara róaði hann sig aðeins niður, fann Dabba kóng og þegar Dabbi kóngur setur einn úr horninu þá er þetta búið.“ Klippa: Lalli Jóns í setti „Ég held að þetta séu frekar jöfn lið þrátt fyrir þeir séu búnir að vera langbestir í vetur“ Þórsarar komu flestum á óvart í vetur með framistöðu sinni. Þeir lönduðu öðru sætinu í deildinni og eru nú komnir í úrslitaeinvígið. Lárus segir að þeir ætli sér að landa titlinum. „Við erum langt frá því að vera saddir. Mér er búið að finnast alveg síðan við spiluðum á Glacial mótinu að við séum eitt af bestu liðum landsins.“ „Við unnum Keflavík bara frekar auðveldlega þar en þeim vantaði reyndar CJ Burks þá. Við vorum bara að fara frekar illa með önnur lið.“ „Svo kemur þessi langa covid pása sem að ég held að hafi verið verst fyrir okkur. Ég held að við höfum verið tilbúnasta lið deildarinnar. Svo lendum við á móti Keflavík og töpum frekar stórt.“ „Annar leikurinn á móti þeim þar munaði sex stigum. Þeir spiluðu á fimmtudegi auðveldan leik á móti Þór Akureyri en við spiluðum erfiðan leik á föstudegi. Við fengum einn dag í hvíld en þeir tvo og þar held ég að munurinn liggji. Ég held að þetta séu frekar jöfn lið þrátt fyrir þeir séu búnir að vera langbestir í vetur.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. 12. júní 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 92-74 | Þórsarar komnir í úrslit Það verða Þór Þorlákshöfn og Keflavík sem mætast í úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta vaðr ljóst þegar Þórsarar sigruðu Stjörnuna í oddaleik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 12. júní 2021 23:20 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Okkar taktík var að taka frá þeim póstinn. Þeir bara máttu ekki senda á póstinn, ýta þeim úr póstinum, tvöfalda á hann og bara ráðast á þá á póstinum,“ sagði Lárus. „Við hugsuðum með okkur að ef að Stjarnan ætlaði að fara að hægja á leiknum og fara á póstinn, ef við erum búnir að taka það frá þeim þá erum við búnir að taka vígtennurnar úr Ægi, Gunna og fleirum og við myndum vinna leikinn.“ Þórsarar mæta Keflvíkingum í úrslitaeinvíginu. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum nokkuð örugglega og unnu báða leiki sína gegn Þór í vetur. „Við erum náttúrulega að fara að keppa við langbesta lið landsins. Þeir eru búnir að vera lang, lang, langbestir í vetur. Ég myndi segja að það sé pressa á okkur að ná fyrsta högginu og ná að vinna þá í Keflavík á miðvikudaginn.“ „Ég held að við „mötsum“ bara vel á móti Keflavík. Það verður gaman að sjá Litháana tvo berjast.“ Í viðureignum liðanna í vetur gáfu Keflvíkingar Styrmi Snæ opin þriggja stiga skot sem hann var ekki að setja niður. Styrmir hefur unnið mikið í því og Lárus hrósaði honum fyrir sína vinnusemi í vetur. „Hann er náttúrulega búinn að vinna vel fyrir þessu. Það er ekkert endilega skotið hans sem ég er ánægðastur með. Það sem ég er ánægðastur með og var sérstaklega ánægður með í seinni hálfleik í kvöld hvað hann var duglegur að fara inn í teiginn með þolinmæði og finna lausa menn fyrir utan.“ Lárus og sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að Styrmir Snær, sem er einungis 19 ára, sýni mikinn þroska inni á vellinum. „Í fyrri hálfleik þá var hann að flýta sér aðeins of mikið og var kannski að fara einn á tvo og detta út af og Stjarnan refsaði okkur. Í seinni hálfleik þá bara róaði hann sig aðeins niður, fann Dabba kóng og þegar Dabbi kóngur setur einn úr horninu þá er þetta búið.“ Klippa: Lalli Jóns í setti „Ég held að þetta séu frekar jöfn lið þrátt fyrir þeir séu búnir að vera langbestir í vetur“ Þórsarar komu flestum á óvart í vetur með framistöðu sinni. Þeir lönduðu öðru sætinu í deildinni og eru nú komnir í úrslitaeinvígið. Lárus segir að þeir ætli sér að landa titlinum. „Við erum langt frá því að vera saddir. Mér er búið að finnast alveg síðan við spiluðum á Glacial mótinu að við séum eitt af bestu liðum landsins.“ „Við unnum Keflavík bara frekar auðveldlega þar en þeim vantaði reyndar CJ Burks þá. Við vorum bara að fara frekar illa með önnur lið.“ „Svo kemur þessi langa covid pása sem að ég held að hafi verið verst fyrir okkur. Ég held að við höfum verið tilbúnasta lið deildarinnar. Svo lendum við á móti Keflavík og töpum frekar stórt.“ „Annar leikurinn á móti þeim þar munaði sex stigum. Þeir spiluðu á fimmtudegi auðveldan leik á móti Þór Akureyri en við spiluðum erfiðan leik á föstudegi. Við fengum einn dag í hvíld en þeir tvo og þar held ég að munurinn liggji. Ég held að þetta séu frekar jöfn lið þrátt fyrir þeir séu búnir að vera langbestir í vetur.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. 12. júní 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 92-74 | Þórsarar komnir í úrslit Það verða Þór Þorlákshöfn og Keflavík sem mætast í úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta vaðr ljóst þegar Þórsarar sigruðu Stjörnuna í oddaleik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 12. júní 2021 23:20 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. 12. júní 2021 22:29
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 92-74 | Þórsarar komnir í úrslit Það verða Þór Þorlákshöfn og Keflavík sem mætast í úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta vaðr ljóst þegar Þórsarar sigruðu Stjörnuna í oddaleik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 12. júní 2021 23:20