Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2021 20:06 Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins, sem gekk með hóp síðasta föstudag. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með fjölmörgum stoppum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira