Körfubolti

Bucks nýtti tæki­færið er Ir­ving meiddist og jafnaði metin í ein­víginu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Giannis Antetokounmpo og félagar hafa jafnað metin gegn Brooklyn Nets.
Giannis Antetokounmpo og félagar hafa jafnað metin gegn Brooklyn Nets. Stacy Revere/Getty Images

Milwaukee Bucks hefur jafnað metin í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í kvöld 107-96 Bucks í vil og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2.

Nets vann fyrstu tvo leiki einvígisins þó svo að James Harden hafi meiðst á fyrstu mínútu fyrsta leiks rimmunnar. Kevin Durant og Kyrie Irving höfðu stigið upp en tókst ekki að knýja fram sigur í þriðja leik liðanna sem endaði 86-83 Bucks í vil.

Lágt stigaskor leiksins benti til þess að öflugt sóknarlið Nets væri að þreytast. Það var þó ekki að sjá framan af leik í kvöld en leikurinn var í járnum þangað til Irving lenti illa á fæti Giannis Antetokounmpo eftir sniðskot.

Irving tókst að haltra inn í klefa en hann sneri ekki aftur út á völlinn og það nýttu leikmenn Milwaukee sér. Þeir náðu forystunni fyrir hálfleik og héldu Bucks í 48 stigum í síðari hálfleik.

Fór það svo að Bucks vann 11 stiga sigur, 107-96, og jöfnuðu þar með metin í einvíginu. Staðan nú 2-2 og allur meðbyr með Milwaukee.

Giannis var stigahæstur allra á vellinum með 34 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Næst stigahæstur í liði Bucks var Khris Middleton með 19 stig. 

Hjá Nets var Durant stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Þar á eftir var Kyrie Irving með 11 stig þrátt fyrir að spila aðeins 17 mínútur.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×