Siðmenntað fólk pissar ekki úti Þórarinn Hjartarson skrifar 14. júní 2021 09:00 Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar KSÍ Þórarinn Hjartarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun