Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 09:39 Atvikið átti sér stað í Smáralind nú um helgina. Vísir/Vilhelm Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“ Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“
Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira