Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 09:39 Atvikið átti sér stað í Smáralind nú um helgina. Vísir/Vilhelm Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“ Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“
Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira