Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 13:45 Lögreglukona sem bar þrjá fána sem notaðir hafa verið á vettvangi öfgahreyfinga sagðist ekki hafa vitað að þau hefðu neikvæða skírskotun, þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Ljósmynd af lögreglukonunni vakti hörð viðbrögð í vetur og sagði lögreglan að þetta væru alls ekki skilaboðin sem hún vildi senda frá sér. Eggert Jóhannesson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna. Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum. Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum.
Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58