Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:51 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur séð dramatíska breytingu á þeim brotum sem lögreglan sinnir venjulega um helgar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni. Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni.
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira