Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:57 Frá Rotterdam-höfn, stærstu umskipunarhöfn í Evrópu. Yfirvöld þar stefni að því að hún verði aðalinnflutningshöfn fyrir vetni í álfunni. Vísir/Getty Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44