Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar segir að ekki verði gefnar bráðabirgðatölur líkt og gert hefur verið um helgar þegar vefurinn hefur ekki verið uppfærður.
Ein undantekning verði þó á þessu nýja verklagi - ef COVID-19 smit greinist utan sóttkvíar þá verðu upplýsingar um slíkt sent fjölmiðlum.
„Þrátt fyrir þessar breytingar þá höldum við áfram að uppfæra bólusetningartölur á covid.is – þar er hægt að fylgjast með hve margir íbúar landsins eru bólusettir – þær tölur verða jákvæðari með hverjum deginum sem líður.
Áfram verður auðvitað hægt að ná í okkar fólk í viðtöl, en ekki verður haldinn upplýsingafundur á morgun eða næstu vikur, nema ef þörf verður á,“ segir í tilkynningunni frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til fjölmiðla.