„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 20:38 Birgir Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. vísir/vilhelm Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“ Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira