Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:08 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins ganga vel. Foto: Stefán óli/Stefán óli Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu og hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var stunginn með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna á aðfaranótt sunnudags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn sé kominn úr lífshættu og að rætt verði við hann um leið og ástand hans leyfir. Grímur segir í samtali við Vísi að nú sé til rannsóknar hvort að tveir bílbrunar þessa nótt, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Árbæ, tengist málinu. Talið er að kveikt hafi verið í bílunum. Eigandi bílsins sem kviknaði í í Árbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að hnífur hafi fundist á bílastæðinu, skammt frá bíl hennar þessa nótt. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Maðurinn sem grunaður er um árásina var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og segir Grímur að enn hafi ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald fyrir honum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. 14. júní 2021 17:17 Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag. 14. júní 2021 15:47 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu og hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var stunginn með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna á aðfaranótt sunnudags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn sé kominn úr lífshættu og að rætt verði við hann um leið og ástand hans leyfir. Grímur segir í samtali við Vísi að nú sé til rannsóknar hvort að tveir bílbrunar þessa nótt, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Árbæ, tengist málinu. Talið er að kveikt hafi verið í bílunum. Eigandi bílsins sem kviknaði í í Árbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að hnífur hafi fundist á bílastæðinu, skammt frá bíl hennar þessa nótt. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Maðurinn sem grunaður er um árásina var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og segir Grímur að enn hafi ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald fyrir honum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. 14. júní 2021 17:17 Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag. 14. júní 2021 15:47 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. 14. júní 2021 17:17
Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag. 14. júní 2021 15:47
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39